Fréttir

Íslandsbanki ekki til Sandgerðis
Úr útibúi Íslandsbanka í Keflavík.
Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 13:23

Íslandsbanki ekki til Sandgerðis

Bæjaryfirvöld í Sandgerði hafa lýst yfir vonbrigðum með að Landsbankinn lokaði útibúi bankans í Sandgerði. Í framhaldi af því var farið í könnunarviðræður við aðra banka og m.a. fundað með Íslandsbanka um möguleika þess að opna bankaútibú í bæjarfélaginu.

Sigrún Árnadóttir gerði grein fyrir viðræðum bæjarins við bankann á síðasta fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Niðurstaða viðræðna við bankann er sú að Íslandsbanki mun ekki opna útibú í Sandgerði, segir Sigrún í samtali við Víkurfréttir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024