Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 28. janúar 2003 kl. 08:32

Ísing á götum í morgun

Ísing var byrjuð að myndast á götum Reykjanesbæjar á áttunda tímanum í morgun. Klukkan 6 var norðlæg átt, víða 8-13 m/s og skúrir eða él, en skýjað og þurrt suðaustan til. Hiti var yfirleitt 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost norðvestan til.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Norðan- og norðvestanátt, víða 8-13 m/s. Él norðan- og vestantil á landinu en skýjað með köflum suðaustanlands. Lægir heldur síðdegis. Hiti 1 til 5 stig við suðurströndina, annars vægt frost. Norðan 5-15 m/s á morgun, hvassast við austurströndina. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en dálítil él norðaustanlands. Kólnandi veður og frost 2 til 12 stig síðdegis, kaldast í innsveitum á Norðurlandi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðvestan 8-13 m/s og slydduél, en vestan 5-8 síðdegis. Hiti kringum frostmark.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024