Ísfisktogarinn Haukur GK seldur til Færeyja
Búið er að selja ísfisktogarann Hauk GK til Færeyja.Að sögn Sigurjóns Jónssonar, framkvæmdastjóra Jóns Erlingssonar ehf. í Sandgerði, á eftir að hnýta nokkra lausa enda vegna sölunnar en hann segist búast við því að hægt verði að afhenda togarann fljótlega.
Haukur GK er 479 brúttórúmlestir að stærð en skipið var smíðað í Noregi árið 1984. Það var keypt til Sandgerðis fyrir rúmum áratug frá Færeyjum en þar var það gert út undir nafninu Snoddið. InterSeafood.com segir frá að aðilar á Þvereyri á Suðurey kaupi Hauk GK, en óvíst er hvort það fær sitt gamla nafn á nýjan leik.
Haukur GK er 479 brúttórúmlestir að stærð en skipið var smíðað í Noregi árið 1984. Það var keypt til Sandgerðis fyrir rúmum áratug frá Færeyjum en þar var það gert út undir nafninu Snoddið. InterSeafood.com segir frá að aðilar á Þvereyri á Suðurey kaupi Hauk GK, en óvíst er hvort það fær sitt gamla nafn á nýjan leik.