Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 28. júní 2000 kl. 12:48

Ísbrjótur í Helguvík

Nýr ísbrjótur bandarísku strandgæslunnar, USCGC HEALY, hefur viðdvöl í Helguvík dagana 29. júní til 2. júlí og er almenningi boðið að skoða það.Skipið er 16 þús. lestir að stærð og er í reynsluför. Það kemur hingað til lands frá Labrador og Baffinflóa, þar sem það hefur verið við reynslusiglingar í ís, síðan í aprílmánuði og heldur héðan áleiðis til Írlands. Ísbrjóturinn Healy, er stærsta skip bandarísku strandgæslunnar, 128 m á lengd, 25 m á breidd og ristir 10 m. 80 manna áhöfn er á skipinu auk 25 vísindamanna, en skipinu er m.a. ætlað að stunda rannsóknir á heimskautasvæðum. Tvær þyrlur af Dauphine gerð, eru um borð í skipinu. Almenningi er boðið að skoða skipið frá kl. 13 til 16, fimmtudaginn 29. júní, föstudaginn 30. júní og laugardaginn 1. júlí.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024