Isavia vill tengjast Aðalgötuhringtorgi
Isavia ohf. hefur óskað eftir því við skipulagsyfirvöld í Reykjanesbæ að fá að leggja veg innan skipulagsmarka Reykjanesbæjar sem tengir Aðalgötuhringtorg við nýjan veg inná flugvallarsvæði A, Keflavíkurflugvelli sem er á skipulags og rekstrarforræði Isavia ohf.
Í umsókninni segir að Isavia mun greiða allan stofnkostnað við veginn og reka hann til framtíðar. Hann verður 8 metra breiður, lagður bundnu slitlagi og verður upplýstur. Óskað verður eftir að félagið verði tilnefndur veghaldari í framtíðinni og gerður um það samningur.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í áformin en telur mikilvægt að þessi vegagerð sé í samræmi við og verði tekin inn í framtíðaráform vegakerfisins í heild á þessu svæði sem er í vinnslu Vegagerðar, Isavia og Reykjanesbæjar. Afgreiðslu erindisins er því frestað.