Ísak Daði sigraði Stóru upplestrarkeppnina
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fór fram í Duus húsum í gær, miðvikudaginn 21. mars. Ísak Daði Ingvason frá Njarðvíkurskóla stóð uppi sem sigurvegari en allir keppendur stóðu sig ákaflega vel. Hreiðar Máni Ragnarsson varð í öðru sæti og Valdís Lind Valdimarsdóttir hafnaði í þriðja sæti. Dómarar áttu í mestu erfiðleikum með að gera upp á milli keppenda enda var lestur keppenda feikilega góður og margir efnilegir úr þessum hóp.
Myndasafn frá keppninni má sjá hér.
Efri mynd: Valdís, Hreiðar og Ísak sigurvegari. Að neðan má svo sjá alla sem tóku þátt í gær.