Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ísaga ehf. byggir í Vogum
Miðvikudagur 31. ágúst 2016 kl. 10:11

Ísaga ehf. byggir í Vogum

Ísaga ehf. hefur sótt um byggingarleyfi fyrir súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju við Heiðarholt 5 á iðnaðarsvæði við Voga. Fyrir liggur áætlun um stórslysavarnir og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Brunavarna Suðurnesja og Vinnueftirlits.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um lagfæringu starfsmannaaðstöðu í samræmi við athugasemd Vinnueftirlits, segir í fundargerð. Frekari afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis hefur verið vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa.

Þá hefur verktakafyrirtækið Ístak óskað eftir stöðuleyfi fyrir vinnuskúra við Heiðarholt 3. Sótt er um stöðuleyfi fyrir tíu til tólf 20 feta gámum fyrir starfsmannaðstöðu o.fl. á lóðinni. Bæjaryfirvöld hafa samþykkt stöðuleyfið til tólf mánaða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024