iPod fannst í Njarðvík
iPod tónlistarspilari fannst í gær á fjölförnum göngustíg í Njarðvík. Gera má ráð fyrir að eigandi hafi því týnt spilaranum í gær. Eigandi getur nálgast spilarann með því að hringja í síma 421 0002 og gefa upp stærðina á spilaranum og lit, nafnið sem kemur upp þegar spilarinn er tengdur við tölvu og tegund höfuðtóla sem voru tengd spilaranum en þau voru ekki hefðbundin iPod höfuðtól.