Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ipadnotkun í grunnskólum sparar heimilunum stórfé í Reykjanesbæ
Laugardagur 24. ágúst 2013 kl. 11:05

Ipadnotkun í grunnskólum sparar heimilunum stórfé í Reykjanesbæ

Samanburður á innkaupalistum 9. bekkjar í Heiðarskóla í fyrra og nú sýnir að heimilin spara sér stórfé við að notkun Ipada í kennslu verður almenn, en allir nemendur í 9. bekk í Heiðarskóla nota Ipad við nám. Þannig þurfa nemendur í skólanum í 9. bekk nú ekki að kaupa eina einustu möppu, plastvasa, stílabók eða pappír.

Að mati Gylfa Jóns Gylfasonar fræðslustjóra Reykjanesbæjar minnkar kostnaður heimilanna að minnsta kosti um 5-10 þúsund fyrir hvern nemenda vegna þessa. Gylfi Jón segir afar ánægjulegt að framfarir í kennslu bæti stöðu heimilanna með þessum hætti og að stefnt sé að því að allir nemendur á unglingastigi í Reykjanesbæ noti Ipad í námi á næstu árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024