Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innstreymi í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er líklega jafnt útstreymi úr eldgosinu
Snorrastaðatjarnir með eldgos í baksýn í gærkvöldi. VF/Hilmar Bragi
Þriðjudagur 3. september 2024 kl. 12:02

Innstreymi í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er líklega jafnt útstreymi úr eldgosinu

Síðustu daga hefur hvorki mælst landris né landsig í Svartsengi. Það bendir til þess að innstreymi í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi sé sambærilegt við flæðið úr eldgosinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Til þess að fullyrða að landris sé hafið á ný þarf að horfa á þróun mælinga í nokkra daga. Það er vegna þess að breytingar á milli daga geta orðið vegna ýmissa áhrifa, t.d. rakainnihald í lofthjúp eða sólstorma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Kvikustreymi_1

Myndin hér að ofan sýnir aðstæður þar sem jafnvægi er á innstreymi kviku í kvikuhólfið og flæði úr eldgosi.  

SENG-plate-90d03092024

Færslur á GPS stöðinni SENG í Svartsengi síðan í lok júní 2024 í norður, austur og lóðrétt (efst, miðja, neðst). Neðsti ferillinn sýnir lóðrétta hreyfingu í millimetrum. Rauða línan markar upphaf síðasta eldgoss, sem hófst 22. ágúst.

Tvö gosop er nú virk í eldgosinu sem hófst þann 22. ágúst. Þó nokkuð hefur dregið úr krafti eldgossins síðustu daga. Hraunbreiðan norðan við gosopin heldur áfram að stækka en dregið hefur verulega úr útbreiðsluhraðanum. Að svo stöddu ógnar hraunflæði ekki innviðum í nágrenni gosstöðvanna. Meðfylgjandi kort sem byggt er á Iceye gervitunglagögnum sýnir þróun hraunbreiðunnar frá 26. ágúst til 1. september.

Hraunflaedi03092024

Kort sem sýnir virka hluta hraunbreiðunnar sem hefur myndast í þessu eldgosi. Kortið er byggt á gögnum úr Iceye gervitunglinu.

Töluvert hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina síðustu daga. Þeir smáskjálftar sem mælast eru flestir norðarlega á gossprungunni sem var virk í upphafi þessa goss.

Uppfært hættumat verður birt síðar í dag.