Innritun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar komin í lag
Innritun farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er komin í samt lag eftir truflun sem varð þegar vatnsrör opnaðist á þriðju hæð flugstöðvarinnar í morgun en það hafði þau áhrif að tölvukerfi sló út á innritunarborðum.
Áætlað er að þegar vatnsrörið opnaðist hafi 10-15 tonn af vatni lekið milli hæða í suðurhluta byggingarinnar. Í tilkynningu sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar sendi frá sér kemur fram að starfsfólk hafi brugðist hratt og vel við og lögðust allir á eitt við að koma starfseminni í samt lag svo ekki yrðu tafir á flugi.
Strax var gripið til þess ráðs að færa innritun yfir á vara innritunarborð í norðurhluta byggingarinnar fyrir hádegisflugið. Fljótt og vel gekk að hreinsa vatn úr byggingunni með hjálp slökkviliðs og enginn varð fyrir meiðslum hvorki starfsmenn né farþegar.
Áhersla var lögð á að koma sem flestum innritunarborðum í gagnið til að mæta síðdegisumferð í flugstöðinni. Farþegar brugðust vel við tilmælum um að mæta tímanlega í flugstöðina vegna þessa og því hafa ekki orðið seinkanir á flugi. Innritun mun verða með eðlilegum hætti í fyrramálið.
Áætlað er að þegar vatnsrörið opnaðist hafi 10-15 tonn af vatni lekið milli hæða í suðurhluta byggingarinnar. Í tilkynningu sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar sendi frá sér kemur fram að starfsfólk hafi brugðist hratt og vel við og lögðust allir á eitt við að koma starfseminni í samt lag svo ekki yrðu tafir á flugi.
Strax var gripið til þess ráðs að færa innritun yfir á vara innritunarborð í norðurhluta byggingarinnar fyrir hádegisflugið. Fljótt og vel gekk að hreinsa vatn úr byggingunni með hjálp slökkviliðs og enginn varð fyrir meiðslum hvorki starfsmenn né farþegar.
Áhersla var lögð á að koma sem flestum innritunarborðum í gagnið til að mæta síðdegisumferð í flugstöðinni. Farþegar brugðust vel við tilmælum um að mæta tímanlega í flugstöðina vegna þessa og því hafa ekki orðið seinkanir á flugi. Innritun mun verða með eðlilegum hætti í fyrramálið.