Innritun hafin í Keili
Innritun hófst í háskólanum Keili á Keflavíkurflugvelli í morgun. Stefnt er að því að taka inn um 100 nemendur í frumgreinabraut sem gefur fólki, 24 ára og eldri eða fólki með iðnmenntun, réttindi til að hefja háskólanám. Námið verður á tveimur brautum, annað er tveggja anna nám, hugsað sem grunnur fyrir félags-, eða hugvísindi, og hið seinna er þriggja anna nám sem er miðað að háskólanámi í raungreinum.
Starfsfólk skrifstofu Keilis stóð í ströngu í dag við að svara fyrirspurnum áhugasamra og þegar er hafin vinna við að standsetja íbúðir fyrir starfsfólk og er stefnt að því að í haust verið þar kominn upp góður íbúakjarni sem mun bera uppi helstu þjónustu á svæðinu.
Viðtal við Runólf Ágústsson, framkvæmdastjóra Keilis, má finna í frétt á vefTV Víkurfrétta með því að smella hér.
.