Fréttir

Innritun fyrir morgunflug hefst á miðnætti í sumar
Miðvikudagur 24. maí 2017 kl. 11:58

Innritun fyrir morgunflug hefst á miðnætti í sumar

-Nýtt átak á Keflavíkurflugvelli

Innritun fyrir farþega Icelandair, WOW og Primera verður opnuð á miðnætti á Keflavíkurflugvelli í sumar, en það er nýtt átak sem verður áframhaldið ef vel gengur til.

Vísir greindi frá því að staðan hefði verið þannig síðustu miss­eri að um 150 til 200 farþegar dvelji að jafnaði í flug­stöðinni á nótt­unni á meðan þeir bíði eft­ir að geta inn­ritað sig í morg­un­flug, en talið er að þessi farþega­fjöldi geti farið allt upp í 300 til 400 í sum­ar. Farþegar munu þá kom­ast fyrr leiðar sinn­ar inn í frí­höfn á morgnana og á veit­inga- og þjón­ust­ustaði, sem verða lang­flest­ir opn­ir á þess­um tíma.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024