Innleiða rafræna íbúagátt í Vogum
Nú er lokið fyrsta áfanga innleiðingar rafrænnar íbúagáttar Sveitarfélagsins Voga. Á heimasíðu sveitarfélagsins er hlekkur á íbúagáttina, þar sem unnt er að skrá sig inn með aðstoð rafrænna skilríkja.
Í íbúagáttinni er nú að finna öll eyðublöð sveitarfélagsins sem snýr að hinni ýmsu þjónustu, t.d. umsóknareyðublöð um húsaleigubætur, frístundastyrki o.fl.
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum segir að margir íbúar hafa nú þegar tileinkað sér gáttina sem samskiptaleið við stjórnsýsluna. Á næstunni verða fleiri þættir virkjaðir í gáttinni, m.a. aðgengi að álagningarseðlum fasteignagjalda. Nú þegar er unnt að nálgast álagningaseðilinn á þjónustugáttinni www.island.is