Fréttir

  • Innlagnir sjúklinga af skurðdeild skapa meiri vinnu
  • Innlagnir sjúklinga af skurðdeild skapa meiri vinnu
Föstudagur 28. ágúst 2015 kl. 09:30

Innlagnir sjúklinga af skurðdeild skapa meiri vinnu

- veita sjúklingum Gravitas meiri þjónustu í september

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vonast til að starfsemi skurðdeildar HSS haldi áfram í vetur. Stofnunin gerði í byrjun sumars samning við fyrirtækið Gravitas, sem Auðun Sigurðsson skurðlæknir rekur, en Auðun hefur sérhæft sig í aðgerðum vegna yfirþyngdar.

Samningur HSS og Gravitas er tímabundinn og nær til loka september á þessu ári. Gravitas leggur til starfsfólk á sjálfa skurðstofuna, en HSS til annarra verka, m.a. í móttöku, skráningu, vöknun, sótthreinsun o.fl.

Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, vonast til að þessi starfsemi haldi áfram á skurðstofunni í vetur. Ekki hafi verið gengið frá samningum milli HSS og Gravitas en í september verður starfsemin umfangsmeiri fyrir starfsfólk HSS þar sem gert er ráð fyrir innlögnum sjúklinga eftir aðgerðir samhliða aðgerðum þar sem sjúklingar fara heim sama dag og aðgerð fer fram.

Þá vonast Halldór jafnframt til að fleiri aðilar komi og nýti sér skurðdeild HSS fyrst starfsemi hennar sé á annað borð komin í gang að nýju en samningur HSS og Gravitas er grunnur að frekari starfsemi á skurðdeildinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024