Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innkalla humar og breyta merkingum
Fimmtudagur 5. janúar 2012 kl. 15:38

Innkalla humar og breyta merkingum

Humarsalan ehf. hefur tilkynnt Matvælastofnun að fyrirtækið sé að breyta merkingum á umbúðum með skelbrotnum humri. Varan inniheldur súlfít, sem er skylt að merkja skv. reglugerð um merkingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varan sem ber heitið "Blandaður humar" er í 1 kg. plastpokum og er nettóþyngd humars í skel 900 g. þar sem 10% þyngdar er varnaríshúð.

Súlfít hefur mjög lengi verið notað við framleiðslu á humri og er því ekki um neina nýjung að ræða. Merkingar á súlfíti hafa hinsvegar ekki verið á umbúðum eins og skylt er. Humarsalan hefur því látið stöðva sölu á vörunni í verslunum þar til að varan hefur fengið viðeigandi merkingar.

Súlfít er talið geta valdið ofnæmi, sé það yfir tilteknu magni, hjá fámennum hópi neytenda, en súlfítofnæmi er afar sjaldgæft að sögn Landlæknisembættisins. Þeir sem kunna að eiga þessa vöru til í frysti eða kæliskáp geta haft samband við Humarsöluna ehf, Básvegi 1 í Reykjanesbæ, sími 867-6677 og fengið henni skilað.