Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Innistæður í SpKef eru tryggar
Föstudagur 4. mars 2011 kl. 16:35

Innistæður í SpKef eru tryggar

Engin ástæða er fyrir innistæðueigendur í SpKef að óttast um innistæður sínar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjármálaráðuneytinu.


„Vegna fréttaflutnings af málefnum SpKef í dag vill fjármálaráðuneytið taka fram að hinn nýji sparisjóður, er tók við innistæðum úr Sparisjóði Keflavíkur sem nú er í slitameðferð, er að fullu í eigu ríkisins og unnið er að því að tryggja til frambúðar og með fullnægjandi fjármögnun þá starfsemi sem í hlut á. Verður hagsmuna allra sem hlut eiga að máli gætt sem frekast er kostur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Engin ástæða er því fyrir innstæðueigendur að óttast um fjármuni sína. Yfirlýsing stjórnvalda frá haustinu 2008, sem síðan hefur verið ítrekuð af núverandi ríkisstjórn, um að allar innstæður í íslenskum bönkum og sparisjóðum séu tryggðar, er í fullu gildi,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins sem Morgunblaðið vísar til. Ekkert segir nánar um framtíð sjóðsins, en fyrr í dag var sagt frá því að viðræður stæðu yfir um sameiningu SpKef við Landsbankann.