Inni- eða útisundlaug í Grindavík?
Bæjarráð Grindavíkur hefur falið frístunda- og menningarnefnd að meta hvort stefna eigi að uppbyggingu á inni- eða..
Bæjarráð Grindavíkur hefur falið frístunda- og menningarnefnd að meta hvort stefna eigi að uppbyggingu á inni- eða útisundlaug svo hægt sé að taka tillit til þess við hönnun íþróttamannvirkja sem og við deiliskipulag á svæðinu. Einnig skal tryggt að nægt svigrúm sé til að skapa gott útisvæði.
Haft skal samráð við sunddeild UMFG og Grunnskóla Grindavíkur. Greinargerð um málið skal skila til bæjarráðs Grindavíkur fyrir 17. desember þar sem fram koma kostir og gallar við bæði inni- og útisundlaug ásamt grófri kostnaðaráætlun á uppbyggingu og rekstri inni- og útisundlaugar.