Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrotsþjófurinn tilkynntur til barnaverndar
Mánudagur 31. október 2016 kl. 10:47

Innbrotsþjófurinn tilkynntur til barnaverndar

- brotist inn í fyrirtæki í Sandgerði

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gærdag tilkynning um innbrot í Vélsmiðju Sandgerðis. Hinn óboðni gestur hafði komist inn með því að brjóta rúðu í húsnæðinu. Fjármunir höfðu verið teknir úr fyrirtækinu en ekki var vitað með vissu um hve háa fjárhæð var að ræða.

Lögreglan hafði upp á geranda sem reyndist vera ungur að árum og var forráðamönnum hans svo og barnaverndarnefnd gert viðvart, auk þess sem lögregla ræddi við hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024