Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Innbrotsþjófar með fíkniefnasprautu handteknir
Föstudagur 13. nóvember 2015 kl. 09:59

Innbrotsþjófar með fíkniefnasprautu handteknir

- Grunur leikur á að um handrukkun hafi verið að ræða.

Lögreglunni á Suðurnesjum barst nýverið tilkynning þess efnis að þrír menn væru að reyna að brjótast inn í íbúðarhúsnæði. Tveir þeirra voru handteknir en sá þriðji komst undan á hlaupum. Annar hinna handteknu hélt á sprautu með meintum fíkniefnum í þegar hann var handtekinn. Sá var einnig með fiðrildahníf í vasanum. Hinn var með barefli falið innan klæða. Grunur leikur á að mennirnir hafi verið að undirbúa handrukkun, því fram kom að þeir teldu íbúa húsnæðisins, sem þeir hugðust komast inn í, skulda sér peninga.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25