Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrotsþjófar á ferð í sumarnóttinni
Föstudagur 18. júní 2004 kl. 13:02

Innbrotsþjófar á ferð í sumarnóttinni

Tilraun var gerð til innbrots í "Tölvukjarnann" Hafnargötu 34, Keflavík í vikunni en þar hafði gluggi verið spenntur upp. Þá var tilkynnt til lögreglu um tilraun til innbrots í bókasafn Holtaskóla í Keflvík, innbrot í veiðihúsið við Seltjörn en þar hafði engu verið stolið og að auki veittu lögreglumenn athygli hvar búið var að spenna upp glugga á veitingastað í Sandgerði en ekki var að sjá að farið hafði verið þar inn.
Á þriðjudaginn var tilkynnt um innbrot í veiðihúsið við Seltjörn. Hafði verið sparkað þar upp hurð og stolið þaðan tveimur kasthjólum og einu fluguhjóli. Gerðist þetta í hádeginu á meðan starfsmaður brá sér frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024