Innbrotsþjófar skelltu sér í bað og skildu nærfötin eftir
Innbrotsþjófar lögðu leið sína í Sundhöll Keflavíkur í fyrrinótt og skelltu sér í heita pottinn. Samkvæmt verksummerkjum má ætla að þar hafi verið þrír aðilar á ferð. Tveir þeirra skildu eftir nærfatnað sinn en á vettvangi fundust einnig þrenn pör af sokkum.
Nátthrafnarnir höfðu brotið gat á plastgirðingu umhverfis heitu pottana og þannig komist í pottana. Tilkynnt var um skemmdarverkin á girðingunni í gærmorgun og nú leitar lögreglan af eigendum nærfata og sokka sem voru á vettvangi.
Ekki fylgir fréttinni frá lögreglu hvort þetta hafi verið hátísku nærfatnaður eða hvítir sportsokkar.
Nátthrafnarnir höfðu brotið gat á plastgirðingu umhverfis heitu pottana og þannig komist í pottana. Tilkynnt var um skemmdarverkin á girðingunni í gærmorgun og nú leitar lögreglan af eigendum nærfata og sokka sem voru á vettvangi.
Ekki fylgir fréttinni frá lögreglu hvort þetta hafi verið hátísku nærfatnaður eða hvítir sportsokkar.