Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrotið í FS upplýst
Miðvikudagur 20. október 2004 kl. 15:18

Innbrotið í FS upplýst

Lögreglan í Keflavík handtók nokkra aðila á mánudag og þriðjudag í tengslum við innbrot og þjófnaði sem hafa átt sér stað í Reykjanesbæ á síðustu dögum.
Við húsleitir á heimilum aðilanna, sem eru á aldrinum 16 ára til 41 árs, fannst nokkurt magn ætlaðs þýfis. Þar máti sjá nokkrar fartölvur sem stolið var í innbroti í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um s.l. helgi og skotfæri sem stolið var í innbroti í geymslu fjölbýlishúss í Keflavík fyrir stuttu. Rannsókn þessara mála er langt komin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024