Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrotafaraldur á Suðurnesjum staðreynd
Þriðjudagur 20. október 2009 kl. 10:46

Innbrotafaraldur á Suðurnesjum staðreynd

Svo virðist sem innbrotafaraldur á Suðurnesjum sé orðinn staðreynd. Tilkynningar um innbrot og þjófnaði berast nú lögreglunni á Suðurnesjum daglega og Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að innbrotsþjófar séu farnir að herja á Suðurnesjamenn í meira mæli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þannig var nokkuð um innbrot á Suðurnesjum í síðustu viku og einnig um nýliðna helgi. Skjávörpum hefur verið stolið í tveimur innbrotum í Myllubakkaskóla í Keflavík. Um helgina var brotist inn í a.m.k. fimm íbúðarhús þar sem var stolið tölvum, sjónvörpum og fleiru.

Að sögn Skúla var farið inn í íbúðirnar meðal annars með því að spenna upp lausafög á gluggum. Það sé því mikilvægt að fólk loki gluggum þegar það er ekki heima og læsi hurðum. Þá er fólk hvatt til að nota þjófavarnakerfi, þar sem þau eru til staðar.

Öll þessi innbrotamál eru óupplýst og eru málin til rannsóknar. Þeir sem geta gefið upplýsingar er bent á að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.