Innbrot og þjófnaður í fyrirtæki
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í morgun tilkynning þess efnis að brotist hefði verið inn í fyrirtæki hjá Grófinni í Keflavík og þaðan stolið skrifstofubúnaði. Þjófurinn hafði komist inn í bygginguna með því að fjarlægja lista sem héldu tréspjaldi sem var í glugga byggingarinnar í stað glers.
Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem þjófar heimsækja fyrirtækið, því fyrr í vikunni var lögreglu tilkynnt um að þaðan hefði verið stolið dekkjum og fleiri munum. Lögregla biður þá sem kynnu að búa yfir upplýsingum um þessi mál að hafa samband í síma 420-1800.