Innbrot og þjófnaðir
Brotist var inn í nýbyggingu í Grindavík og þaðan stolið fjölda handverkfæra. Lögreglu var tilkynnt um málið í gærmorgun og er það í rannsókn.
Þá var lögreglu einnig tilkynnt um innbrot í beltagröfu, sem er í gryfju við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Miklar skemmdir voru unnar á stjórnbúnaði gröfunnar auk þess sem útvarpi og geislaspilara var stolið. Málið er í rannsókn.
Þá var lögreglu einnig tilkynnt um innbrot í beltagröfu, sem er í gryfju við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Miklar skemmdir voru unnar á stjórnbúnaði gröfunnar auk þess sem útvarpi og geislaspilara var stolið. Málið er í rannsókn.