Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot og þjófnaðir
Mánudagur 3. apríl 2006 kl. 14:03

Innbrot og þjófnaðir

Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um þrjú innbrot aðfaranótt laugadags. Brotist var inn í hús í byggingu við Vesturhóp í Grindavík. Var farið þar inn um opinn glugga og stolið slípivél, sparsl-og sprautuvél, blásara og nokkru af sandpappír.

Brotist var inn í fiskverkunarhús við Strandgötu í Sandgerði. Þar var farið inn um ólæsta útihurð og þaðan stolið fartölvu og Sony myndavél af skrifstofu. Einnig var stolið veski, en þegar innbrotið uppgötvaðist var búið að taka út 30 þúsund krónur af debetkorti sem var í veskinu.

Þá var brotist var inn í Golfskálann á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Hafði gluggi verið spenntur upp en ekki var sjáanlegt að neinu hefði verið stolið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024