Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot og skemmdarverk
Þriðjudagur 7. nóvember 2006 kl. 09:34

Innbrot og skemmdarverk

Um helgina voru skemmdir unnar á tveimur bifreiðum í Grófinni í Keflavík. Einnig var farið inn í læsta vinnuvél við Reykjanesvirkjun og þaðan stolið hljómflutningstækjum. Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað á skemmtistað í Keflavík.  Áfengi, talva og ýmislegt fleira var tekið. Ekki vitað hverjir voru að verki í þessum málum.
Síðdegis í gær kom bátur að bryggju í Keflavík með slasaðan sjómann.  Mun hann hafa fengið högg á höfuð er verið var að hífa voð.  Slaki mun hafa komið á  blökk og við það fór hún í höfuð mannsins.  Maðurinn gekk sjálfur frá borði og leitaði sér lækninga, segir í dagbók lögreglunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024