Innbrot og skemmdarverk
Um fjögurleytið í gær var tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði við Hafnargötu í Keflavík. Rúða hafði verið brotin í millihurð og þannig hafði verið komist inn í húsið. Innanstokksmunir voru skemmdir. Ekki er vitað hver var að verki.
Rétt fyrir 23:00 í gærkveldi var lögreglan svo kölluð í Sandgerði vegna skemmdarverks sem hafði verið unnið á Suzuki Swift bifreið, rauð að lit, utan við kjúklingabúið Reykjahlíð á Sjávarbraut. Búið var að brjóta afturrúðuna í bifreiðinni. Rúðan hafði verið brotin með rörtöng sem hafði verið í bifreiðinni. Ekki er vitað hver var að verki.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um málin vinsamlegast hafið samband við lögregluna í Keflavík.
Vf-mynd/Bjarni; Hafnargatan - Myndin tengist málinu ekki á neinn hátt