Innbrot og rúðubrot
Brotist var inn í skrifstofuhúsnæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur síðustu nótt. Innanstokksmunir voru skemmdir en litlu stolið. Lögreglan á Suðurnesjum biður þá að hafa samband sem geta gefið upplýsingar um það hver eða hverjir voru þarna að verki.
Þá voru rúður brotnar í vinnuvél og vinnuskúrs í eigu Hringrásar við Helguvíkurveg þessa sömu nótt. Ekki vitað hver eða hverjir voru þarna að verki. Lögreglan segir upplýsingar um málið vel þegnar.
Þá voru rúður brotnar í vinnuvél og vinnuskúrs í eigu Hringrásar við Helguvíkurveg þessa sömu nótt. Ekki vitað hver eða hverjir voru þarna að verki. Lögreglan segir upplýsingar um málið vel þegnar.