Innbrot í Sandgerði í fyrrinótt
Laust eftir miðnætti á aðfaranótt miðvikudags var tilkynnt um innbrot og þjófnað í íbúðarhúsnæði á Uppsalavegi í Sandgerði. Farið hafði verið inn um opið lausafag á glugga. Þaðan var stolið nokkrum vínflöskum. Búið var að róta til í skápum og skúffum um allt hús. Samkvæmt dagbók lögreglu er ekki vitað hver eða hverjir voru hér að verki.