Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Innbrot í Höfnum
Sunnudagur 15. apríl 2007 kl. 09:43

Innbrot í Höfnum

Lögreglu var í gær tilkynnt um innbrot í heimahús í Höfnum þar sem meðal annars tveimur fartölvum var stolið. Meintir innbrotsþjófar voru síðar stöðvaðir í Hafnarfirði og fannst þýfið í bifreið þeirra. Málið er enn í rannsókn.

Í gærkvöld var tilkynnt að eldur væri laus í bifreið við Bakkastíg í Njarðvík. Þar logaði eldur í númerlausri bifreið og virðist sem eldur hafi verið borinn að henni.

Þá kom upp eitt fíkniefnamál í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar í gærmorgun en fíkniefnahundur frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli sem átti leið um afgreiðsluna sýndi mikinn áhuga á manni sem þar var staddur og beið þess að verða sóttur. Í ljós kom að í öðrum sokki mannsins leyndist hassmoli. Maðurinn var handtekinn og sleppt að lokinni skýrslutöku.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25