Innbrot í heimahús um hábjartan dag
Brotist var inn í íbúðarhús í Reykjanesbæ í gær og þaðan stolið sjónvarpstæki, hljómflutningstækjum og heimabíó. Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um atburðinn í gær. Talið er að innbrotið hafi verið framið á bilinu 12 á hádegi í gær til 15. Undanfarið hefur verið mikið um innbrot í heimahús í Reykjanesbæ og hefur nokkuð borið á því að húseigendur læsi ekki húsum sínum og greiði þar með leið innbrotsþjófa. Lögreglan í Keflavík hefur ítrekað bent húseigendum á að læsa húsakynnum sínum.