Innbrot í Gula húsið
Brotist var inn í félagsheimili knattspyrnudeildar UMFG eða Gula húsið svokallaða í fyrrinótt. Á vef félagsins segir að innbrotið hafi verið eftir klukkan 00:30. Raftækjum hafi verið stolið og skemmdir unnar á húsnæðinu. Jafnframt eru þeir sem orðið hafa varir við grunsamlegar mannaferðir hvattir til að hafa samband við lögreglu.
Myndin er sviðsett og tengist ekki fréttinni.