Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot í grunnskóla Grindavíkur
Miðvikudagur 8. ágúst 2012 kl. 14:05

Innbrot í grunnskóla Grindavíkur

Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning um að brotist hefði verið inn í grunnskólann í Grindavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sást að gluggi á norðurhlið hússins hafði verið spenntur upp. Talsverðar skemmdir urðu á gluggaumbúnaði eftir áhald sem notað hafði verið til verksins.

Ekki er ljóst hvort einhverju var stolið úr skólanum en lögregla rannsakar málið. Þeir sem veitt gætu upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir við skólabygginguna eru beðnir að hafa samband í síma 420-1800.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024