Innbrot í Grindavík: Lýst eftir vitnum
Síðastliðna nótt var brotist var inn í Þorstein Gíslason GK-2, þar sem hann var við bryggju í Grindavík. Sá eða þeir sem þarna voru að verki rótuðu í lyfjakistu bátsins. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki, þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir við skipið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 4202400.