Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot í fyrirtæki á Reykjanesi
Föstudagur 18. febrúar 2005 kl. 22:06

Innbrot í fyrirtæki á Reykjanesi

Tilkynnt var um innbrot í fiskvinnslufyrirtæki út á Reykjanesi á áttunda tímanum í morgun.  Lögregla fór á staðinn.  Innbrotið átt sér stað síðastliðna nótt en þjófurinn hafði farið inn um glugga.
Það sem var horfið var verkfærakista á hjólum full af verkfærum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakkur.  Verðmæti þýfisins er nokkur hundruð þúsund.  Ekki er vitað hver var hér að verki en þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um málið vinsamlegast látið lögregluna í Keflavík vita.

Myndin: Fiskvinnsluhúsið á Reykjanesi séð ofan úr 35 metra háum byggingakrana við Reykjanesvirkjun í dag. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024