Innbrot í FS
Í síðustu vikur var brotist inn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þaðan stolið hlutum að verðmæti 750.000 kr. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvarf þessara hluta er bent á að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík. Þá var tilkynnt um innbrot og skemmdarverk í skútu í smábátahöfninni í Keflavík á mánudag. Ljóskastara og gömlu olíulampa var stolið auk þess sem duftslökkvitæki var tæmt inni í bátnum. Sama dag var tilkynnt um innbrot í þrjár bifreiðar í Keflavík. Úr þeim var stolið útvarpi, geislaspilara, sólgleraugum og 7.000 kr í peningum.