Mánudagur 18. ágúst 2003 kl. 15:14
				  
				Innbrot í Brautarnesti
				
				
				Snemma sl. föstudagsmorgun var tilkynnt um innbrot og þjófnað í söluturninn Brautarnesti við Hringbraut í Keflavík. Innbrotið hafði átt sér stað um nóttina.  Farið hafði verið inn um sölulúguna. Það hafði verð stolið sígarettum, símkortum og eitthvað af peningum.Málið er í rannsókn.