Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 22. janúar 2002 kl. 09:42

Innbrot í bíla í Helguvík

Í gærkveldi eða í nótt voru brotnar rúður í tveim vörubílum sem stóðu í Helguvík, annar bíllinn var í eigu Ístaks og hinn Aalborg Portland. Rúðurnar voru greinilega brotnar með grjóthnullungum og geislaspilara og útvarpi var stolið úr öðrum bílnum. Guðmundur Sæmundsson hjá lögreglunni í Keflavík segir að atburðurinn hafi átt sér stað á tímabilinu frá klukkan fimm í gærdag til klukkan átta í morgun er menn mættu til vinnu. Ef einhver hefur séð, eða veit eitthvað um þennan atburð, eru viðkomandi beðnir um að láta lögregluna í Keflavík vita.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024