Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 28. júní 2001 kl. 10:51

Innanlandsflug til Keflavíkur vegna þoku

Hluti af innanlandsfluginu hefur þurft að fara um Keflavíkurflugvöll síðustu þrjá daga vegna þoku. Svo fór að Keflavíkurflugvöllur lokaðist líka og flugvél frá GO flaug yfir og varð að lenda í SKotlandi.

Á þriðjudag þurftu þrjár flugvélar, Fokker, ATR og Metro, allar frá Flugfélagi Íslands, að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þokunnar. Slæm flugskilyrði urðu til þess að þrjár flugvélar héldu kyrru fyrir á Egilsstöðum, í Keflavík og á Akureyri í fyrrinótt. Flugvélin sem var á Egilsstöðum lenti í Keflavík klukkan 10.19 í gærmorgun.
Flugvél breska flugfélagsins Go, sem átti að lenda um klukkan tvö sl. nótt, varð að snúa frá Keflavík vegna þoku og lenda í Skotlandi. Þar beið hún þar til létti til í Keflavík. Vélin kom síðan til Íslands klukkan 8.40 og heldur áleiðis til London fyrir hádegi. Millilandaflugið hjá Flugleiðum er samkvæmt áætlun í dag samkvæmt fréttavef Morgunblaðsins.
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt og víða verður þokuloft yfir nóttina. Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og þokubakkar með ströndinni í dag en skýjað með köflum og hætt við skúrum inn til landsins. Hiti 4 til 18 stig, hlýjast í innsveitum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024