Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ingvar og Sóley tóku fyrstu skóflustunguna
Föstudagur 18. maí 2012 kl. 10:57

Ingvar og Sóley tóku fyrstu skóflustunguna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fulltrúar eldri borgra og þeirra yngstu tóku fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ í gær. Ingvar Guðmundsson og Sóley Halldórsdóttir munduðu skóflurnar að viðstöddu fjölmenni.

Stórvirkari tæki munu taka við á næstu dögum þegar vinna hefst við grunn heimilisins sem verður um 4300 fermetrar á þremur hæðum auk kjallara. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdin muni kosta um 1,5 milljarð króna og að heimilið verði tekið í notkun í janúar 2014. Í því verða rúm fyrir 60 manns og mun það leysa af hólmi eldri dvalarheimili sem sinna þessu hlutverki núna, Garðvang og Hlévang að því er kom fram í máli Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra. Nýja hjúkrunarheimilið verður staðsett við hlið Nesvalla og tengjast þeim.

Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Eiríkur Hermannsson, fyrrv. skólamálastjóri og eiginmaður Oddnýjar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður voru meðal gesta við fyrstu skóflustunguna.

Ingvar og Sóley með blómvönd að lokinni fyrstu skóflustungunni. Ingvar var kennari í Holtaskóla í áratugi en Sóley sem er 6 ára er að hefja grunnskólanám í Heiðarskóla í haust. Eldri borgarar fjölmenntu á Nesvelli.