Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 4. apríl 2000 kl. 06:25

Ingþór pólfari fékk góðar móttökur í morgun

Ingþór Bjarnason pólfari fékk góðar móttökur þegar hann kom til Leifsstöðvar í morgun eftir langt ferðalag af heimskautaísnum.Ragna Finnsdóttir, eigikona Ingþórs, og Helga Vala, barnabarn hans, tóku á móti Ingþóri í Leifsstöð ásamt fulltrúum úr framvarðasveit leiðangursins hér heima á Fróni. Ingþór sagði það ánægjulegt að vera kominn heim þó það væri mun fyrr en hann hafi ætlað sér. Hann lýsti vistinni á ísnum fyrir fréttamönnum í Leifsstöð og sagðist fullviss um að Haraldur Örn muni ljúka leiðangrinum. Haraldur gekk 14 kílómetra í gær en miklar náttúruhamfarir hafa verið út á ísnum síðasta sólarhring. Ísinn hefur sprungið mikið og hlaðist upp á flekaskilum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024