Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ingþór leiðir E-listann í Vogum
Föstudagur 20. apríl 2018 kl. 09:34

Ingþór leiðir E-listann í Vogum

Framboðsfélag E-listans í Sveitarfélaginu Vogum samþykkti í vikunni lista sinn fyrir komandi sveitarstjórnar kosningar.

Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar leiðir listann. „Ég er mjög ánægður með þennan samhenta hóp sem er reiðubúinn að vinna vel fyrir Sveitarfélagið Voga. Það hefur náðst frábær árangur á kjörtímabilinu og það er mikilvægt að halda áfram uppbyggingarstarfinu í bæjarfélaginu. Við viljum halda því góða starfi áfram til heilla fyrir alla okkar íbúa ” segir Ingþór Guðmundsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á listanum má finna góða blöndu af reynslumiklu fólki úr bæjarmálunum og nýjum frambjóðendum.

Listi E-listans í Vogum:

1. Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar / stöðvarstjóri.

2. Bergur B. Álfþórsson, formaður bæjarráðs / leiðsögumaður.

3. Áshildur Linnet, vara bæjarfulltrúi / verkefnastjóri.

4. Birgir Örn Ólafsson, bæjarfulltrúi / deildarstjóri.

5. Inga Rut Hlöðversdóttir, bæjarfulltrúi / gull- og silfursmíðameistari.

6. Friðrik V Árnason, bygginga og orkufræðingur.

7. Guðrún K. Ragnarsdóttir Líffræðingur

8. Baldvin Hróar Jónsson, markaðsstjóri.

9. Elísabet Á Eyþórsdóttir, nemi.

10. Ingvi Ágústsson, tölvunarfræðingur.

11. Tinna Huld Karlsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

12. Sindri Jens Freysson, tæknimaður.

13. Brynhildur S Hafsteinsdóttir, húsmóðir.

14. Þorvaldur Örn Árnason, kennari / líffræðingur.