Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ingigerður ráðin forstöðumaður Menntaskólans á Ásbrú
Miðvikudagur 15. desember 2021 kl. 16:53

Ingigerður ráðin forstöðumaður Menntaskólans á Ásbrú

Ingigerður Sæmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Menntaskólans á Ásbrú og mun hún hefja störf 1. janúar næstkomandi. Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) er einn af fjórum skólum Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, sem var stofnaður árið 2019 í kringum stofnun stúdentsbrautar með áherslu á tölvuleikjagerð.

Ingigerður mun halda utan um daglegan rekstur MÁ, þ.m.t. fjármál, mannauðsmál, málefni nemenda og stýra þróun náms í samstarfi við hagsmuna- og samstarfsaðila innan og utan Keilis. Ingigerður mun einnig taka sæti í framkvæmdastjórn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með ráðningunni. Ég hlakka til að taka þátt í frekari þróun skólans með því góða starfsfólki sem þar er fyrir. Ég hef fylgst með starfinu hjá Keili frá upphafi og fannst frábært skref að stofna MÁ á sínum sem jók námsframboð á svæðinu fyrir nýútskrifaða grunnskólanemendur. Menntaskólinn á Ásbrú á eftir að vaxa og dafna enn frekar og horfum við björtum augum til framtíðar.“ Segir Ingigerður Sæmundsdóttir, nýráðin forstöðumaður Menntaskólans á Ásbrú.

Ingigerður er fædd árið 1969 og er búsett í Reykjanesbæ. Hún býr að fjölbreyttri reynslu úr menntakerfinu síðastliðin 24 ár á bæði grunn- og framhaldsskólastigi auk þess að hafa áður verið virk í bæjarpólitík í Reykjanesbæ um langt skeið. Síðastliðin tvö ár hefur hún rekið ferðaþjónustu á Snæfellsnesi samhliða kennslu og öðrum verkefnum en hyggst nú hverfa frá því. Hún er menntuð með B.ed. í grunninn og er í MBA námi við Háskóla Íslands auk þess að vera menntaður markþjálfi. Hún býr einnig að því að hafa stundað nám í viðskiptasiðfræði við Háskóla Íslands.

,,Við höfum mikla trú á því að Ingigerður verði afar góð viðbót í öflugt teymi hjá Keili og sterkur leiðtogi MÁ“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis.

MÁ hefur frá árinu 2019 boðið nemendum að stunda nám á metnaðarfullri stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Námið byggir á hagnýtum verkefnum og sterkum tengslum við atvinnulífið. Í MÁ er lögð áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Námsframboð í MÁ er í stöðugri þróun, en í dag er þar einnig starfrækt fjarnámshlaðborð með stökum framhaldsskólaáföngum sem kenndir eru í fjarnámi.