Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ingibjörg Sólrún: „Ekki spurning hvort heldur hvenær“
Sunnudagur 17. október 2004 kl. 15:04

Ingibjörg Sólrún: „Ekki spurning hvort heldur hvenær“

Í kjölfar þeirra frétta af tillögum Framtíðarhóps Samfylkingarinnar um að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvallar höfðu Víkurfréttir samband við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

„Þetta voru aðeins umræðuplögg sem lögð voru fram á fundinum í gær en þau verða til umræðu næstu daga. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær Íslendingar taka reksturinn á Keflavíkurflugvelli að sér, við þurfum að búa okkur undir framtíðina eins og aðrir. Það mun verða okkur kostnaðarsamt að taka að okkur þennan rekstur en sem stendur þá eru þessi mál aðeins til umræðu innan flokksins,“ sagði Ingibjörg. Einnig sagði Ingibjörg að meta þyrfti samhliða hvort þörf væri á Reykjavíkurflugvelli.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024