Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Inflúensa leggur leikfélag
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 2. mars 2023 kl. 17:38

Inflúensa leggur leikfélag

Leikfélag Keflavíkur hefur þurft að aflýsa næstu sýningum á revíunni Suðurnesja Svakasýn í Frumleikhúsinu í Keflavík. Ástæðan er veikindi í leikhópnum en inflúensa, Covid-19 og almenn veikindi lögðust þungt á leikarana eftir frumsýningarhelgina.

„Þetta er svakalegt ástand,“ segir Brynja Ýr Júlíusdóttir hjá Leikfélagi Kefalvíkur. Nú er unnið að því að hringja í fólk sem átti miða á sýningar helgarinnar og finna nýjar dagsetningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við höfum bætt við aukasýningu næsta þriðjudag og það er einnig búið að opna fyrir sölu á sýningar næstu helgi,“ segir Brynja Ýr.

Revían Suðurnesja Svakasýn fékk fljúgandi start um síðustu helgi, en vel er látið að verkinu og áhorfendur skemmta sér vel og þurfa ekki rútur af bjór, eins og leikhúsgestir í höfðuborginni, til að komast í stuð. Svo er spurning hvort karma hafi bitið leikfélagsfólkið í rassinn, því í upphafsatriði revíunnar mæta fréttahaukar á svið og tilkynna áhorfendum að engin verði revían og aðeins flutt gömul atriði úr fyrri uppfærslum leikfélagsins. Þetta upphafsatriði virðist hafa raungerst.

Hér má sjá næstu sýningar á miðasöluvef.