Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Indlandsforseti kominn til Keflavíkur
Sunnudagur 29. maí 2005 kl. 15:38

Indlandsforseti kominn til Keflavíkur

Forseti Indlands, Dr. Abdul Kalam, lenti á Keflavíkurflugvelli nú fyrir skömmu ásamt fríðu föruneyti. Forsetinn er í opinberri heimsókn á Íslandi og verður hér þar til á þriðjudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Indlands kemur í heimsókn sem þessa.

Dr. Abdul Kalam fékk að kynnast íslensku veðurfari við komuna til landsins því þegar hann steig út úr flugvél sinni þá tók á móti honum haglél í um það bil 1 mínútu.

Indland er fjölmennasta lýðræðisríki í veröldinni en að áliti sérfræðinga þá er landið á góðri leið með að verða eitt af þremur öflugustu hagkerfum veraldar.

VF-mynd: Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024