Inbrotafaraldur í Reykjanesbæ heldur áfram
Brotist var inn í Frumherja í Njarðvík í nótt. Frumherji er umboðsaðili Bifreiðaskoðunar Íslands á Suðurnesjum. Þjófarnir komust inn með því að spenna upp dyr að framan og höfðu þeir á brott með sér peningaskáp og örbylgjuofn ásamt ýmsum verkfærum. Engir peningar voru í skápnum, einungis skjöl og höfðu því þjófarnir ekki mikið upp úr krafsinu. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík, en mikið hefur verið um innbrot í bænum að undanförnu. Þá var einnig brotist inn í bíl við bílasölu í Njarðvík og þaðan stolið geilsaspilara.