Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. ágúst 2001 kl. 10:08

Illgresið kaffærir trén

Gróðurbeðin á mönunum í Njarðvík erum mörgum þyrnir í augum þar sem illgresi hefur víða kaffært trjágróðurinn. Íbúar í Reykjanesbæ hafa haft samband við VF og bent á að þetta sé bænum til skammar því manirnar eru eitt af því fyrsta sem fólk sér þegar það ekur inn í bæinn og auk þess eru þar fjölfarnir göngustígar.
Halldór Magnússon, verkstjóri umhverfisdeildar Reykjanesbæjar segir að það standi til að bæta úr þessu en ákvörðun verður tekin í næstu viku.
„Umhirða allra gróðurbeða í Reykjanesbæ var boðin út í vor og fékk Nesprýði verkið. Það verður að segjast eins og er að umhirðan hefur ekki verið góð og er ein skýringin sú að mannfæðin er mikil þegar mest er að gera. Úr þessu verður að bæta og við erum að skoða hvernig best er að leysa þetta mál“, sagði Halldór.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024